Reglur

 1. Leikmenn sem spila í 1 deild og PepsiMax deild eru ekki löglegir í Gull-deildinni.

2. Leikmaður verður löglegur í Gull-deildina árið eftir að hann segir skilið við 1 deild eða PepsiMax deild.

3. Leikmaður má einungis spila með einu liði í mótinu.

4. Innbyrðis viðureignir gilda milli liða sem standa jöfn eftir riðlakeppni.

5.Markspyrnur:
í markspyrnu skal markmaður senda boltanum áður en það má taka boltann af honum. Markmaður má því ekki hlaupa af stað með boltann úr vítateig eftir að dæmt hefur verið markspyrna. 

6. Virða skal dómarann. 

7. Tengiliður fyrir hvert lið þarf að vera orðinn 18 ára gamall.


REGLUGERÐ KSÍ

Um knattspyrnu í 7 manna liðum
1. gr.
Almenn ákvæði
1.1. Allir leikir skulu fara fram skv. knattspyrnulögunum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót,
nema annars sé getið í reglugerð þessari.

2. gr.
Leikvöllurinn
2.1. Stærð leikvallar miðast við að leikið sé þversum á venjulegum leikvelli, sbr. 1. gr.
knattspyrnulaganna.
Viðmiðunarstærð: 68 m x 52,5 m
Hámarksstærð: 75 m x 55 m
Lágmarksstærð: 55 m x 40 m
KSÍ getur heimilað frávik frá þessum stærðarmörkum.

2.2. Leikvöllur og merking hans skal vera í samræmi við eftirfarandi lýsingu:
a) Vítateigur: Á hvorn enda leikvallar skal merkja tvær línur hornrétt á marklínu 10 m frá
hvorri marksúlu og skulu þær ná 10 m inná leikvöllinn. Þær skulu tengjast saman með línu,
sem merkt skal samsíða marklínu. Hvort svæðið um sig innan þessara lína og marklínu, nefnist
vítateigur. Vítateigur er einnig markteigur. Vítamerki skal merkt fyrir miðju marki 8 m frá
marklínu.
b) Vallarmiðja: Kross skal markaður mitt á milli marklína, fyrir þeim
miðjum til að marka miðju vallarins.
c) Mörkin: Mörkin skulu sett á miðju hvorrar marklínu. Milli marksúlna skulu vera 5 m
(innanmál) og frá jörðu að markslá skulu vera 2 m.

3. gr.
Fjöldi leikmanna
3.1. Hvort lið skal eigi skipað fleiri en sjö leikmönnum og skal einn vera markmaður.
3.2. Skiptimenn skulu eigi vera fleiri en fimm. Skipti á leikmönnum skulu fara fram fyrir miðri
hliðarlínu vallarins og mega fara fram hvenær sem er í leiknum. Skiptimanni er því heimilt að
ganga til leiks þegar einhver leikmaður í liði hans hefur yfirgefið leikvöllinn fyrir miðri
hliðarlínu án þess að tilkynna dómaranum um það. Leikmaður, sem skipt hefur verið út af
leikvelli, má ganga til leiks á ný.

3.3. Lið, sem mætir með færri en 5 leikmenn til leiks, getur ekki hafið leikinn og telst ekki hafa
mætt til leiks.
3.4. Ef leikmanni er vikið af leikvelli í 5. flokki eða í enn yngri aldursflokkum getur viðkomandi
leikmaður ekki tekið frekari þátt í leiknum en heimilt er að skipta öðrum leikmanni inn á í
hans stað. Í eldri aldursflokkum er óheimilt að skipta öðrum leikmanni inn á í stað leikmanns
sem vikið hefur verið af leikvelli.

4. gr.
Leikskýrslur
4.1. KSÍ skal gefa út sérstök leikskýrslueyðublöð fyrir knattspyrnu í 7 manna liðum. Annars vegar
eyðublað fyrir nöfn leikmanna sem félagið skilar í mótslok og hins vegar eyðublað þar sem
greint er frá úrslitum leikja og heimaliði ber að skila að leik loknum. Mótanefnd setur nánari
reglur um skýrslur þessar ef þörf krefur. Nr. 4 Desember 2009
2

5. gr.
Dómgæsla
5.1. Aðstoðardómara er ekki krafist í knattspyrnu í 7 manna liðum.

6. gr.
Leiktími
6.1. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er getið um leiktíma í einstökum flokkum. Heimilt er að
stytta leiktíma í hraðmótum. Gulldeildin spilar 2x25 min.

7. gr.
Upphafsspyrna
7.1. Upphafsspyrna skal tekin á miðju og er heimilt að spyrna í hvaða átt sem er.

8. gr.
Rangstaða
8.1. Í knattspyrnu í 7 manna liðum geta leikmenn ekki verið rangstæðir, sbr. 11. grein
knattspyrnulaganna.

9. gr.
Leikbrot og yfirsjónir – aukaspyrnur
9.1. Fyrir öll brot í 12. grein knattspyrnulaganna skal refsað með beinni aukaspyrnu með þeim
undantekningum að markverði í 6. flokki og yngri aldursflokkum skal heimilt að taka knöttinn
upp með höndum eftir sendingu frá samherja og jafnframt skal honum heimilt að halda
knettinum lengur en í 6 sekúndur.
9.2. Þegar leikmaður tekur aukaspyrnu skulu allir mótherjar hans vera í a. m. k. 6 m fjarlægð frá
knettinum, þar til hann er kominn í leik. Í aukaspyrnu innan vítateigs í 6. flokki og yngri
aldursflokkum má leika knettinum til markvarðar án þess að knötturinn hafi farið út fyrir
vítateig.

10. gr.
Vítaspyrna
10.1. Vítaspyrnu skal taka 8 m frá marklínu fyrir miðju marki.

11. gr.
Markspyrna
11.1. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum má leika knettinum til markvarðar án þess að knötturinn
hafi farið út fyrir vítateig.

12. gr.
Hornspyrna
12.1. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum er hornspyrna tekin þar sem vítateigur og marklína skerast.
Annars er hornspyrna tekin þar sem marklína og hliðarlína skerast. Nr. 4 Desember 2009
3

13. gr.
Innkast
13.1. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum má markvörður taka knöttinn upp með höndum eftir innkast
frá samherja.

14.gr.
Gildistaka
14.1. Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. grein laga KSÍ og öðlast þegar gildi samkvæmt sömu
grein. Við gildistöku hennar fellur úr gildi reglugerð KSÍ um minniknattspyrnu.
Samþykkt af stjórn KSÍ 23. apríl 2007 með síðari breytingum