Fréttir | 06. jan. 2020

Skráning í sumardeild 2020 hafin !

Við höfum opnað fyrir skráningu í sumardeildina 2020!
 
Sumardeildin verður með saman sniði og undanfarin ár. Leikið er 2x25 mínútur á gervigrasvelli Leiknis.
Mótið hefst í byrjun maí og fær hvert lið að meðtaltali 12 leiki.
 
Leikir í deildarkeppni fara fram í miðri viku en sérstök Bikarkeppnin er leikin á sunnudögum.
Sigurvegarar í bikar og deildarkepppni fá bikar, medalíu og verðlaun frá Ölgerðinni.

Keppnisgjald í Gulldeildina er krónur 90.000 fyrir liðið og skulu þau lið sem hafa áhuga á að taka þátt senda þátttökutilkynningu á gulldeildin@gmail.com .
Þar þarf að koma fram nafn liðs, tengiliður, símanúmer og netfang.
 
Greiða þarf staðfestingargjald 35.000 kr. fyrir 6. mars og fullnaðargreiðsla þarf að berast fyrir 10. apríl.

Ath.
Liðin sem tóku þátt í deildinni síðasta sumar hafa forgang í deildina til 15. febrúar.


Rkn: 0537-26-16904
kt: 690476-0299
Senda kvittun/afrit á gulldeildin@gmail.com