Fréttir | 12. ágú. 2019

Pabbastrákar - Fc Tjakkur mætast í úrslitaleik !

4 liða úrslit í bikarnum fór fram seinasta sunnudag þar sem FC Tjakkur vann FC Yonex 4-2 og Pabbastrákar unnu Umfl Drengur 3-1 og því ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleik. 

Úrslitaleikurinn verður spilaður í flóðljósunum á Leiknisvelli föstudaginn 23. ágúst klukkan 19:00 
 
Hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að mæta og sjá þennan spennandi leik í Breiðholtinu.