Fréttir | 03. júl. 2020

Búningar og fl

Sæl Gulldeildarlið. 
 
Við viljum minna á mikilvægi þess að liðin eiga vera í samlita treyjum/bolum í leikjum og ef það eru ekki allir í eins lit í sama liði þá þarf það lið að fara í vesti sem hægt er að fá lánað hjá okkur. 
 
Ef bæði lið eru ekki í samlita þá gildir það að liðið sem á skráðan útileik fer í vesti. 
 
 
Svo í lokin viljum við minna á að virðingu skal sína fyrir öðrum liðum sama hvernig staðan er og sína virðingu við dómarann.
Enginn dómari, enginn leikur.