Fréttir | 15. sep. 2020

Aðeins 2 sæti laus í Vetrardeildina 2020/21

Aðeins 2 sæti laus í Vetrardeildina 2020/21, um er að ræða sjö manna utandeild sem Leiknir í Breiðholti stendur fyrir.
Leikið er á gervigrasi Leiknis.

Skráning fer fram á gulldeildin@gmail.com. 

18 lið leika í 2 deildum (A og B deild). Það verða því 16 leikir á lið. Dregið verður í riðla í upphafi og þegar riðlakeppni klárast munu efstu 4 liðin leika í A deild og neðstu fjögur liðin leika í B-deild. 

Þetta er gert til þess að gera keppnina jafnari og skemmtilegri til loka. 

Krýndir verða meistarar bæði í A og B-deild. Þátttökugjald er 125.000 kr. - 
Staðfestingargjaldið er 35.000 kr. og fæst ekki endurgreitt ef lið hættir við þátttöku. Fullnaðargreiðsla verður svo að inna af hendi í síðasta lagi 9. okt. 

Mótið hefst um miðjan okt og stendur allt fram til mánaðamóta mars/apríl.
Almenna reglan er sú að leikið er um virka daga.
Reynt er að spila ekki ofan í allra stærstu leiki Meistaradeildarinnar.
Leikmenn sem spila í Pepsi-deild eða Lengjudeildinni er ekki löglegir í Gull-deildinni.

Greiða þarf staðfestingargjald 35.000 kr fyrir 29. sept og fullnaðargreiðsla 90.000 kr. fyrir 11. okt. eða greiða allt 125.000 kr 
KT-6904760299 
Rn-537-26-16904 
ATH-setja sem skyringu nafnið á liðinu og senda kvittun á gulldeildin@gmail.com.