Fréttir | 08. ágú. 2017

Skráning í vetrardeildina 2017/2018 kominn á fullt(Nýtt gervigras)

Hin gríðarlega vinsæla vetrardeild er senn að hefjast. Skráning fer fram á gulldeildin@gmail.com og hefst skráning þriðjudaginn 8. ágúst og lýkur þann 25 ágúst næstkomandi.Deildin verður leikin með sama sniði og í fyrra . 20 lið leika í 2 deildum(A og B deild) Það verða því 18 leikir á lið,við munum draga í 2 riðla í upphafi og þegar riðlarnir klárast munu efstu 5 liðin leika í A deild og neðstu fimm liðin leika í B-deild. Þetta erum við að gera til þess að gera keppnina jafnari og skemmtilegri til loka. Krýndir verða meistarar bæði í A og B-deild. Þátttökugjald er krónur 125.000kr.Greiða þarf staðfestingargjald fyrir skráð lið í síðast lagi 6.september að öðrum kosti verða tekin inn lið af biðlista.Gjaldið er 35.000kr og fæst ekki endurgreitt ef lið hættir við þáttöku. Fullnaðargreiðsla verður svo að inna af hendi í síðasta lagi 6.okt.Mótið hefst um miðjan okt og stendur allt fram til mánaðarmóta mars/apríl. Almenna reglan er sú að leikið er um virka daga en ef frestanir eiga sér stað þarf stundum að koma þeim leikjum fyrir á varadögum sem eru sunnudagar. Reynt er að spila ekki ofan í allra stærstu leiki meistaradeildarinnar.Leikmenn sem spila í Pepsi-deild eða 1-deild er ekki löglegir í Gull-deildinni.Liðin sem tóku þátt síðasta vetur hafa forgang í deildina til 18 ágúst

Greiða þarf staðfestingargjald 35.000kr fyrir 6. sept,og fullnaðargreiðsla 90.000kr fyrir 6 okt.eða greiða allt 125.000kr
KT-6904760299
Rn-537-26-16904
ATH-setja sem skyringu nafnið á liðinu og senda kvittun á gulldeildin@gmail.com