Fréttir | 09. jan. 2018

Skráning í sumardeildina hefst föstudaginn 12 januar.

Skráning í sumardeildina hefst föstudaginn 12 januar.

Leiknir í Breiðholti stendur fyrir sjö manna utandeild í sextánda sinn í sumar.Deildin hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og keppendur á ári hverju um 500 í 30-40 liðum að sumri til og um 250 í 20 liðum í sérstakri vetrardeild. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár. Leikið er 2×25 mínútur á félagssvæði Íþróttafélagsins Leiknis.

Keppni fer fram í sumar og hefst í byrjun maí og fær hvert lið að meðtaltali 11 leiki. Leikið er eftir reglum KSÍ um 7 manna-bolta og leikmenn sem leika í efstu og 1.deild eru ekki löglegir í mótinu. Leikir í deildarkeppninni fara fram í miðri viku en bikarkeppnin er leikin á sunnudögum. Keppnisgjald í Gulldeildina er krónur 90.000 fyrir liðið og skulu þau lið sem hafa áhuga á að taka þátt senda þátttökutilkynningu á gulldeildin@gmail.com. Þar þarf að koma fram nafn liðs, tveir tengiliðir, símanúmer og netfang.Greiða þarf staðfestingargjald 35000 kr fyrir 5 mars og fullnaðargreiðsla þarf að berast fyrir 5 april. Liðin sem tóku þátt í deildinni síðasta sumar hafa forgang í deildina til 15 feb.