Fréttir | 12. feb. 2019

Auka leikir í mars fyrir öll lið.

Til þess að fjölga leikjum eftir áramót höfum við ákveðið að bæta við vináttuleikjum þriðjudaginn 26. mars og miðvikudaginn 27 mars. 

Leikirnir munu ekki hafa áhrif á stigasöfnun eða riðlana heldur settir á til þess að gefa liðum í Vetrardeildinni auka leik og hafa gaman. 


Skipulagið verður þannig að 1. sæti mætir 2. sæti í sínum riðli o.s.frv.
3.sæti vs 4. sæti.... o.s.frv.


Lið úr 2. deild spila á þriðjudeginum 26. mars.
Lið úr 1. deild spila á miðvikudeginum 27. mars.

Sigurlið má búast við litlum sumarglaðning frá Gulldeildinni. 


Þetta er eina dagsetningin sem verður í boði til þess að spila þessa leiki. 
Ef lið komast ekki á þessa dagsetningu þá er því miður ekki hægt að breyta eða færa leikinn og fellur því leikurinn niður. 


Athugið að lið verða staðfesta mætingu til okkar í gegnum Facebook eða gulldeildin@gmail.com